Val á réttri dælu

Á þessari heimasíðu kynna Dælur og þjónusta ehf dælur frá fjórum fremstu dæluframleiðendum heimsins í dag.

Frá hverju þessarra fyrirtækja er hægt að fá fjölda mismunandi dæla. Stærðir eru fjölmargar, flutningsgeta og þrýstikraftur er breytilegur o.s. frv. Samsetningarmöguleikar dælanna eru óteljandi og verksvið hverrar dælur því afar fjölbreytt.

Það er ekki alltaf auðvelt að velja sér nákvæmlega réttu dælunna til hinna einstöku verkefna.

Möguleikarnir eru óendanlega margir, en einmitt vegna hinna fjölbreyttu möguleika er með nákvæmu vali og hollum ráðum sérfróðra manna hægt að finna nákvæmlega rétta verkfærið. Við hjá Dælum og þjónustu ehf erum ævinlega reiðubúin til hjálpar, en þór er nauðsynlegt að viðskiptavinurinn geri sér grein fyrir nokkrum grundvallaratriðum.

Oft eru verkefni einnar dælu fleirri en eitt og fleirri enn tvö

Áður enn lengra er haldið er nauðsynlegt að verkefnum dælunnar og skiptir þá máli hvort henni er ætlað að flytja þykk efni eða þunn, heit eða köld, á hún að sjúga eða þrýsta efninu hátt upp eða langa vegalengd, á hún að halda jöfnum þrýstingi o.s.frv. Oftast er þó verkefni dælunnar einfalt og langar bollalengingar og útreikningar því óþarfir.

  1. Flutningsmagn dælunnar er annað höfuðatriði, sem nauðsynlegt er að gera sér nokkurn veginn grein fyrir. Gjarnan er reglan sú að hægt sé að breyta flutningsgetu dælunnar á kostnað þrýstingsins t.d. með breikkun á rörum, en slík regla er langt í frá algild og mun heppilegra er að velja strax í upphafi réttu dælunna.
  2. Sogkraftur dælunnar og þrýstingur ræður hinni svokölluðu “lyftigetu” eða “lyftihæð”. Sog eða þrýstingur getur í ákveðnum tilfellum þurft að vera mjög hár, t.d. ef veita á vatni uppí mikla hæ’, en slíkur kraftur er í öðrum tilfellum með öllu ónauðsynlegur. Með nákvæmu vali á sog- eða þrýstigetu má spara mikls orku, sem að öðrum kosti færi til spillis.
  3. Möguleikar til þess að knýja dælu eru fjölmargir. Dælur eru seldar með og án mótora, sem ýmist eru rafknúnir, (DC straumur eða eins eða þriggja fasa A C straumur), eða knúnir olíu eða bensíni. Þar sem drifkraftur er til staðar, s.s. ef dælur eiga að tengjast dráttarvéladrifi eða vélum sem snúa ýmsum hjálpardrifum, er hægt að fá dælurnar með ýmsum stærðum og gerðum reimhjóla. Í slíkum tilfellum er nauðsynlegt að vita nákvæmlega um snúningshraða afl-úrtakana, stærð og gerð skífunar, (A eða B spor), sem reimhjólið á að tengjast. Snúningshraði er mjög mismunandi, en algengast er hann sé á bilinu 450-3600 snúningar á mínútu.

Þá eru upptalin þau atriði sem liggja helst til grundvallar vali á réttu dælunni

Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir er eftirleikurinn oftast auðveldur. Við hjá Dælum og þjónustu ehf höfum áratuga reynslu að baki í vali á dælum og í samvinnu við viðskiptavininn verður sölumönnum okkar vart skotaskuld úr því að velja þá dælu sem hentar.