Um okkur

Reynsla okkar hjá Dælum og þjónustu ehf í dæluinnflutningi mælist í mörgum tugum ára

Í upphafi var nær eingöngu miðað við þarfir sjávarútvegsins, en nýrri tækni og nýjum kröfum hefur jafnan verið mætt og ekki er ofmælt þótt fullyrt sé að Dælur og þjónusta ehf flytji nú inn dælur til festra verkefna, jafnt fyrir einstaklinga sem fyrirtæki.

Húseigendur og sjómenn, stórar borholuvirkjanir jafnt sem almennir garðeigendur, verktakar og mætvæla iðnaðarfyrirtæki finna dælu við sitt hæfi í því mikla úrvali sem við höfum uppá að bjóða.

Þeim sem versla með dælur er talsverð ábyrgð lögð á herðar

Fyrir t.d. sjómenn er óendanlega mikilvægt að varahluta og viðgerðaþjónusta sé fullkomin. Farsæld okkar í gegnum áratugina í dæluinnflutningi byggist ekki síst á því kjörorði að ekkert minna enn 100% þjónusta sé nógu gott.

Mikil áhersla er lögð á að eiga ávalt til á lager alla nauðsynlega varahluti í langflestar dælurnar og allar þær algengustu. En varahlutirnir leysa ekki alltaf allan vanda – það að koma þeim á sinn stað í dælunni.

Við hjá Dælum og þjónustu getum séð um viðgerðir á öllum dælum, sem seldar eru af fyrirtækinu, annað hvort á eigin verkstæði eða í samvinnu við önnur. Jafnan er reynt að gera við dælurnar samdægurs sé þess nokkur kostur.

Hafið samband við sölumann okkar og látið okkur aðstoða á skjótan og öruggan hátt!

Við höfum þekkingu sem við leggjum stolt okkar í að miðla eftir bestu getu.